RAUNVERULEIKAFYRTIR RÁÐHERRAR !!!!!!!

Það er með ólíkindum hvað ráðherrar vorir eru blindir á staðreyndir mála.  Því í ósköpunum er verið að hamast í því að breyta lögum um gjaldþrot einstaklinga en ekki að koma með aðgerðir til að hindra að fjölskyldur þessa lands lendi í þeim hremmingum sem af gjaldþroti leiðir.

Þetta er aðeins lenging í hengingarólinni en ekki sú lausn sem að fjölskyldur landsins voru að bíða eftir og alls ekki leiðrétting á því heimatilbúna ástandi sem að skapast hefur á verðtryggðum lánum og myntkörfulánum.  Staðreyndin er nefnilega sú að fjölskyldur þessa lands sætta sig ekki við annað en að þetta vaxta og vísitölu okur verði leiðrétt og þeir menn sem að því stóðu verða látnir taka fulla ábyrgð á gjörðum sínum.  Það er óþolandi að ca 20-25 einstaklingar hafi komið fjölskyldum þessa lands í þá stöðu sem þær eru í í dag og að þeir skuldi standa eftir með fulla vasa fjár á meðan þjóðin sveltur.

Væri ekki nær Steingrímur og Jóhanna að prenta svona eins og 200 miljarða og BORGA NIÐUR höfuðstól lána hjá fjölskyldunum í landinu TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR GJALDÞROT.?  Þetta væri það eina rétta í stöðunni og eina sanngjarna lausnin fyrir alla.  Þetta er aðgerð sem að menn ættu að hugsa til enda og með þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar eru af ríkisstjórninni kæmu okkur fljótt út úr því ástandi sem að við erum í í dag.

 


mbl.is Kröfur fyrnast á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt gott og gilt en það þarf samt að breyta gjaldþrotalögunum. Þau lög sem eru núna eru hreint út sagt ómannleg.

Hanna (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"prenta svona eins og 200 milljarða"

Auka þannig peningamagn í umferð (M1) um helming og fara í teygjustökk með hengingarólina í leiðinni?

Engin ríkisstjórn getur búið til peninga úr lausu lofti, heldur geta þær aðeins hirt þá af þegnum sínum (í formi skatta eða seðlaprentunar) og dreift þeim á ný (í formi gatna- og vegakerfis, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, atvinnuleysisbótum, o.s.frv.). Jafnvel þó sjálfur David Copperfield væri fjármálaráðherra þá gæti hann ekki bara "framleitt peninga" án þess að gengisfella um leið gjaldmiðilinn.

Það gagnast lítið að borga niður lán með 200 "ókeypis" milljörðum, ef mjólkin sem í gær kostaði 80 kr. verður fljótlega komin upp í 120 kr. 

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2009 kl. 17:56

3 identicon

Og sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að bjarga heimilum með því að heimila sölu áfengis í matvöruverslunum ?

smeppi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Heiðar Eiríksson

Höfundur

Hilmar Heiðar Eiríksson
Hilmar Heiðar Eiríksson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 616

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband