ÞJÓÐIN ÖLL ÞARF ÁFALLAHJÁLP.

Það eru ekki bara bankamenn sem að þurfa áfallahjálp heldur öll þjóðin.  Það að nokkrir einstaklingar hafi komið þjóðinni á hausinn, sundrað heilu fjölskildunum og skuldsett komandi kynslóðir upp fyrir haus er óþolandi og ólíðandi.

Stjórnvöld hafa brugðist almenningi og valdið óbærilegu tjóni sem enn hefur ekki nema að litlu leiti litið dagsins ljós.  Því undirstrika ég það að þjóðin öll þarf áfallahjálp og hjálp við að tóra í því umhverfi sem verður hér á landi næstu árin.  Alt hefur verið gert til að koma fjármagnseigendum til aðstoðar og til að leiðrétta þeirra hlut og við hin erum látin borga brúsann.  Ævistarfið farið, sparnaðurinn brunnin upp, atvinnuleysi framundan, auknar skattaálögur og allt til þess að borga sukkið hjá þeim bankamönnum sem héldu um taumana.


mbl.is Bankamenn fá áfallahjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér.   Mig langar að bæta við að fjármagnseigendum hefur líka verið stórlega mismunað.

Þeir sem áttu fjármagn og ákváðu að fjárfesta í íbúð, sem hefur þótt vænlegur fjárfestingarkostur lengst af, eru búnir að tapa sínu eiginfé í íbúðum sínum.  Sýnu verst er þetta hjá þeim sem voru með gengistryggð lán, þar sem eigiðfé hefur gersamlega þurrkast út og fólk þarf að borga með sér ef það ætlaði að skipta um húsnæði eða flytja til útlanda.

Á meðan voru þeir sem áttu fjármagn í banka, gulltryggðir í bak og fyrir af ríkinu.

Þetta er náttúrulega ekki sanngjarnt og hrikalega órökrétt. 

Ágústa Sigrún Ágústsdótir (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Elle_

Það eru ekki bara bankamenn sem þurfa áfallahjálp.  Heldur þorri landsmanna.  Þetta var akkúrat það sem ég hugsaði þegar ég las þessa frétt.

Elle_, 1.7.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Heiðar Eiríksson

Höfundur

Hilmar Heiðar Eiríksson
Hilmar Heiðar Eiríksson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband