25.3.2009 | 11:49
KJÓSUM EKKI SAMFYLKINGUNA EÐA VINSTRI GRÆNA
Auðvitað vilja Jóhanna og Steingrímur EKKI hjálpa öllum í landinu. Þau vilja handstýra þessu og úthluta þessu til gæðinga og auðvitað taka þetta úr vösum okkar meðal Jónanna.
Það er með ólíkindum hvað JÓHÖNNU gengur illa að skilja þessa einföldu útreikninga sem lagðir eru fyrir okkur landsmenn.
ÞETTA ER EKKI NIÐURFELLIN HELDUR LEIÐRÉTTING Á ÓRÉTTLÆTI OG SUKKI NOKKURRA BANKAMANNA SEM BITNA NÚ Á ALLRI ÞJÓÐINNI. lÍFEYRISSJÓÐIR OG AÐRAR LÁNASTOFNANIR ERU ENGU AÐ TAPA ÞVÍ ÞESSI ÁVÖXTUN, VERÐTRYGGING OG GENGISBREYTING ER EKKERT ANNAÐ EN ÓEÐLILEG EIGNATILFÆRSLA TIL ÞESSARA STOFNANNA FRÁ ALMENNINGI OG FYRIRTÆKJUM.
ÞVÍ ER KOMIN TÍMI TIL AÐ LEIÐRÉTTA SKULDIR OKKAR HINNA SEM AÐ Í LANDINU BÚA. VIÐ ÆTLUM OKKUR EKKI AÐ HORFA Á ÞESSA ÞVÆLU LENGUR ÞAR SEM JÓHANNA OG STEINGRÍMUR ERU Í AÐALHLUTVERKUM.
STÖNDUM SAMAN OG KJÓSUM ÞÁ FLOKKA Í NÆSTU KOSTNINGUM SEM BOÐAÐ HAFA 20% leiðréttingu skulda. HÖFNUM SAMFYLKINGUNNI OG VINSTRI GRÆNUMÞVÍ LJÓST ER AÐ ÞAU ÆTLA EKKERT AÐ GERA FYRIR FYRIRTÆKIN OG OKKUR MEÐAL JÓNANA Í LANDINU.
![]() |
Hafnar flatri niðurfærslu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Hilmar Heiðar Eiríksson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr!
Guðný S (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:00
Hvernig færðu það út að meðal skuldaaflétting upp á 4-5 milljónir, muni koma meðaljóninum vel. Það mun ekki breyta neinu. Ennþá mun fullt af fólki vera í vandræðum, og það eina sem gerist er að skattar og vextir á komandi árum, og misserum munu hækka upp úr öllu valdi.
Aftur á móti mun meðaljónin þurfa að borga fyrir þessa niðurfellingu skulda, þannig að ég er ekki alveg að skilja þig.......heyrðu jú, ég held að svona tillögur séu dreggjar græðgisvæðingarinnar!!
.......
Jóhannes (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 12:15
Hilmar Heiðar, það eru vonandi ekki mjög margir á Íslandi sem gleypa tillöguna um 20%niðurfelling skulda án þess að hugsa lengra.
Úrsúla Jünemann, 25.3.2009 kl. 12:27
Ég er skuldlaus ellilífeyrisþegi, með mest allar tekjur mínar frá séreignalífeyrissjóði mínum. Uppistaðan í þessum sjóði er skuldabréf. Þessi sjóður minn var áður hjá Kaupþingi og þar tapaði ég nokkrum milljónum árið 2001. Þeig sögðust að sjálfsögðu ekki bera neina ábyrgð, þetta væri allt Enron að kenna. Þessi sjóður var fluttur í Glitni og þar tapaði ég nokkrum milljónum við bankahrunið. Nú segja þeir í Glitni að ef 20% afskriftir verði framkvæmdar, muni ég ennþá tapa heilmiklu fé í viðbót. þú lalar um leiðréttingu. Vinsamlegat útskýrðu hvernig þessi leiðrétting virkar hjá mér.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:27
Hugmyndin verður ekki skynsamlegri þótt skrifað sé um hana með hástöfum eingöngu. Enda mætir hún verulegri andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins og afar ólíklegt að hann taki hana upp. Lestu t.d. hér á Deiglunni:
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12480
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12441
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12478
Pétur Blöndal hefur hafnað hugmynd Tryggva Þórs og sama hefur Elliði bæjarstjóri í Eyjum gert með afgerandi hætti.
Sumir stjórnamálamenn eru raunar á mörkum þess að vera hæfir til að tjá sig um hugmyndina vegna gífurlegra hagsmuna tengdum skuldsettum fjölskyldufyrirtækjum sínum.
Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:29
Við verðum bara að kjósa flokk MANNSINS eða sérgreiðsluflokkinn, það er nánast alveg sama hvað við kjósum, það sem skiptir máli er að þaað verði fulltrúar fólksins með góða og réttláta samvisku og taki ákvarðanir sem skipta sköpum og létti á erfið leikum fjölskyldna og fyrirtækja, það helst í hendur. 20% niðurfærslan er kaanski endilega besta ráðið en lækkun vaxta og afnám verðtryggingar skiptir öllu, sjáið bara hvað er að gerast í Noregi í dag stýrivextir komnir í 2%, það eru úrræði!
Jón Svavarsson, 25.3.2009 kl. 13:38
Þessi hugmynd um 20% afskrift skulda verður að sjálfsögðu aldrei framkvæmd, sama hverjir verða við stjórnvölinn. Enda er þetta bara ódýr popúlismi. Þetta mundi hafa í för með sér hrikalegar hliðarverkanir. En það er kannski skiljanlegt að örvæntingafullir skuldarar stökkvi á svona töfralausn. En er Hilmar virkilega að skora á fólk að kjósa Sjalla og framsókn? Þessa flokka sem eiga langstærsta sök á hruninu.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:47
Stjórnvöld keyrðu upp verðgildi íbúða og neita nú að taka sinn hluta af reikningnum. Slíkt er ekki vænlegt til að stuðla að frið í landinu. Ég bendi á að notaðir voru á annað þúsund milljarða til að hjálpa fjármagnseigendu* en það má ekki nota 200 milljarða til að hámarka nafnvexti við 10% gegnum versta kúfinn.
*600 milljarða í innistæðutryggingu umfram 20 þúsund evrur, 400 milljarða í banka og peningamarkaðssjóði, 300 milljarða í gegnum afskriftir Seðlabankans...
Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.