Gleymum ekki ábyrgð Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórn !!!!!

Senn líður að kosningum og enn mælist Samfylkingin með um 28% fylgi.  Þessi útkoma hlýtur að vekja furðu þar sem þessi flokkur sat í síðustu ríkisstjórn og situr í þessari.  Ég vil minna fólk á að hugsa sig um áður en það merkir X við S því undanfarnir 24 mánuðir hafa ekki verið til þess að hrópa húrra fyrir.

 


mbl.is Lítil hreyfing á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Það sem er enn ótrúlegra er að tæp 30% segjast munu kjósa Sjálftektarflokkinn sem sat í stjórn í 18 ár og bera allra mesta ábyrgð stjórnmálaflokka á hruninu og aðgerðarleysinu fyrstu mánuðina eftir hrun, fyrir utan að haga sér eins og 5ára strákar í sandkassaleik eftir að þeir misstu völdin.

kv.

Einar Ben, 13.3.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Það er deginum ljósara að Samfylkingin hefur nú í samvinnu með Vinstri grænum og stuðningi xB náð að sýna sitt rétta andlit.  Sjálfstæðisflokkurinn hafði tögl og haldir í öllum helstu málum í fyrri ríkisstjórn og Ingibjörg Sólrún, veik, var um hvippinn og hvappinn í erindum utanríkisráðuneytisins.  Gleymum því eki að Geir stýrði skútunni allan tímann.  Aðeins einn ráðherra xS kom með beinum hætti að fjármálalífinu og það var Björgvin G. Sigurðsson.  Hann axlaði sína ábyrgð fyrstur ráðherra.   Gleymum heldur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn, fyrst undir forystu Davíðs og svo Geirs, stóð að græðgisvæðingunni síðastliðin 10 ár, eftir 8 ára undirbúning.  Ég á ekki aukatekið orð yfir því fólki sem ætlar að kjósa íhaldið áfram, því þeir skella nú skuldinni á forystumenn sína en ekki hinni gírugu og eftirlitslausu auðhyggju sem þeir boðuðu.  Sannleikurinn er sá að hvort tveggja brást - forystan og stefna Sjálfstæðismanna.  Ekki má gleyma Framsókn, en þeir voru afætur þessa alls og fengu vald langt umfram fylgi.  Nú verður þjóðin og vakna og kjósa skynsemi og jöfn tækifæri fyrir alla.

Svanur Sigurbjörnsson, 13.3.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hilmar Heiðar Eiríksson

Höfundur

Hilmar Heiðar Eiríksson
Hilmar Heiðar Eiríksson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband