12.2.2009 | 17:12
JÆJA STEINGRÍMUR HVAR ERU NÚ STÓRU ORÐIN ?????
Það tók ekki marga daga að svínbeigja stóru yfirlýsingar hans Steingríms og hefur nú sannast gamla máltækið að hæst glimur í tómri tunnu.
Að láta sér detta í hug að samþykkja áframhaldandi 18% stírivexti og sömu aðgerðir í peningamálum er að sama og boða til jarðarfar þau fáu fyrirtæki og einstaklinga sem að enn eru með lífsmarki. Fólkið í landinu man Steingrímur yfirlýsingar þínar um að nú skyldi samið við Alþjóðagjaldeirissjóðinn í eitt skipti fyrir öll og það með 2 hrútshornum. Þettu væru nú bara ekkert mál fyrir Steingrím og hans fylgisveina.
Ég vil á hinn bóginn Steingrímur minn minna þig á að það eru kostningar innan skams og fólkið í landinu mun ekki kjósa svikahrappa sem standa ekki við það sem að þeir lofa. Sammt er enn von Steingrímur og ekki enn of seinnt í rassin gripið.
Peningamálastefnu ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Hilmar Heiðar Eiríksson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir það. Verð reyndar að segja að ríkisstjórn X-D og X-S máluðu okkur algerlega út í horn eins og annar bloggari nefndi og að kúvenda þvert ofan í þá er eins og að kúvenda ofan í bráðaákvörðun fv. sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar. Betur er heima setið en af stað farið (þótt ég sé fylgjandi skynsamlegri nýtingu, þá þarf að skipuleggja það betur).
Rúnar Þór Þórarinsson, 12.2.2009 kl. 17:51
Það má ekki kúvenda stefnunni á 80 dögum. Ný ríkisstjórn með endurnýjað umboð þjóðarinnar á að taka hinar stóru ákvarðanir. Steingrímur gerir ekki kraftaverk frekar en aðrir.
Hins vegar er þessi ríkisstjórn að minnsta kosti að reyna að segja okkur borgurunum frá því hvað er að gerast. Það gerði sú síðasta ekki.
Þorbjörn, 12.2.2009 kl. 17:54
Ég skil nú ekki hvaða hatursfullu aðdróttanir þetta eru í garð Steingríms J. Sigfússonar.
Er ekki allt í lagi hjá þér.
Varla meira en vika síðan þessi nýja ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við þessu þrotabúi Íslensku þjóðinni.
Þrotabúi sem keyrt var í þjóðarþrot undir stefnu og stjórn Sjálfstæðisflokksins í heil 18 ár.
Þá ræðstu nú að Steingrími með offorsi eins og þetta sé bara allt honum að kenna.
Steingrímur hefur marg varað við þessari stefnu og meðal annars barðist hann og flokkur hans VG einarðlega gegn einkavæðingu bankanna einir allra.
Eftir að bankarnir höfðu verið einkavæddir þá lagði VG líka til að skorið yrði algerlega á milli svokallaðrar fjárfestingarstarfsemi (þ.e.brasksins) og venjulegrar viðskiptabankastarfsemi. Á þetta var heldur ekki hlustað. Ef þetta hefði verið gert væri hér öðruvísi um að litast í fjármálum þjóðarinnar.
Ég get nefnt margt, margt fleira þar sem VG og Steingrímur J. lögðu til að þessa blinda trú á auðinn yrði ekki látinn ráða öllu um framvinduna en þeir voru nánast púaðir niður af frjálshyggjuliðinu og meðvirkum meðreiðarsveinum þeirra.
Er ekki rétt að staldra nú við og hlusta betur á Steingrím J. Ég held að þjóðin hreinlega þarfnist þess að nú verði hlustað á rödd og sjónarmið Vinstri Grænna.
Ég segi ekki bara þeirra en að þeir verði hafðir með í því að byggja upp hið Nýja Ísland, er alveg nauðsynlegt.
Nú vildu margir þá Lilju kevðið hafa.
Góðar stundir.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:58
Jæja! Ég minnist margendurtekinna orða hér á blogginu: Í hvaða veröld lifið þið? Sjáið þið ekki og heyrið þið ekki í fólkinu? Núna koma ekki tveir eða fleiri svo saman, að umræðuefnið sé: Steingrímur og stóru orðin! Einhver sagði í gær, að hann hafi verið svo hógvær (eða lítið kjaftfor) í sjónvarpinu, vegna þess að hann er orðinn útþaninn af því að éta ofan í sig´öll stóru orðin!! Skyldi manninum ekki vera orðið bumbult?
Högni V.G. (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 18:11
Já í hvaða veröld lifið þið eiginlega Högni V.G.
Ráðist hér á Steingrím J. eins og hann sé bölvaldur okkar númer 1.
Reyniði frekar að fatta það að það er Sjálfstæðisflokkurinn og leiðtogar hans og geðveik og ósnertanleg frjálshyggju stefna hans sem hefur leitt þessa þjóð út í þetta fúafen sem við erum í í dag.
Að ætla að bölva og ragnast útí Steingrím J. Sigfússon og kenna honum um allt sem til andskotans er farið er beinlínis bara hlæilegt. Hann var að setjast í Neyðarríkisstjórn fyrir ja viku síðan. Hann er heldur ekki einn þessari Ríkisstjórn.
En þó ekki megi búast við neinu kraftaverkum á skömmum tíma, þá má nú samt svo sannarlega segja það að hann fer mjög vel vel af stað, sem sést best á því að allt úrbrædda frjálshyggjuliðið veinar nú af kvölum !
Megiði veina sem lengst og helst éta það sem úti frýs. Ég ráðlegg ykkur að reynia að tala til þjóðarinnar af auðmýkt en ekki sífellt með þessum valdhroka. Ykkur verður kanski fyrirgefið fyrir að hafa komið þjóðini í gjaldþrot en það verður aldrei fyrr en einhvern tíman á næstu öld !
En það er og verður ekki í bráð og reyndar aldrei ef þið ætlið áfram að sýna þennan endalausa og yfirgengilega hroka sem er því miður stór partur af okkar mikla áfalli !
Lítið í spegil !
Hvar er auðmýktin !
Þegar allt lék í lyndi og ykkar gróðapungar bógnuðu út, þá sýnduð þið Steingrími J. megnustu fyrirlitningu.
Nú þegar þið hafið komið þjóðinni á hausinn ættuð þið að sýna okkur fólkinu í landinu það að þið mætuð þjóðarhagsmuni fram yfir ykkar trúarbrögð og þröngu flokkshagsmuni og ásýnduð því okkar nýju stjórnvöldum og Steingrími J. kurteisi og auðmýkt.
Nei það er enn sami hrokinn, því miður.
Þjóðin mun því aldrei treysta svona eiginhagsmuna liði eins og ykkur aftur !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:46
Hilmar, blessaður hættu nú þessu bulli. Eina ástæðan fyrir því að stýrivextir eru enn í 18% er vegna þess að Sjálfstæðismenn höfðu ekki dug í sér að koma Davíð frá völdum í Seðlabankanum. það er alveg klárt að AGS hefur engan áhuga á að lækka stýrivexti fyrr en Davíð er farinn frá!!!
Kalli (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:29
Lækkaði ekki Davíð og Seðlabankinn stýrivexti í 12% og hækkaði síðan AGS ekki stýrivextina þegar þeir komu til landsins?
Fannar frá Rifi, 13.2.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.