18.11.2008 | 17:17
Skammarleg aðstoð við heimilin í landinu !!!!!!!
Nú þegar ríkisstjórnin hefur lagt fram aðgerðir sínar til hjálpar heimilinum í landinu má ljóst vera að þær eru skammarlega litlar. Ég eins og fjöldi annara hafði bunið vonir við skilning þeirra manna og kvenna sem landinu stjórna á aðstæðum fólks, en því var nú öðru nær. Að leifa sér að koma fram og slá sig til riddara með aðgerðum sem þessum sannar enn betur að þessir ráðamenn eru algjörlega veruleikafyrtir. Að fresta aftöku þeirra sem að verst eru staddir er engin lausn og því síður er það lausn fyrir okkur hin að tilkynna okkur, og það án þess að blikna, að við meigum eiga von á 30-40 % eignaupptöku á næstu vikum og mánuðum og deyja svo. Það er alveg ljóst að umræddir ráðamenn hafa ekki fjárhagsáhyggjur og eru ekki í greiðsluvandræðum eins og stór hluti þjóðarinnar og að framtíð þeirra er tryggð með öruggum greiðslum úr eftirlaunasjóðum.
Sjálfsagðar aðgerðir eins og frysting vísitölunnar/frysting krónunnar tímabundið voru ekki sjáanlegar og hvað þá leiðrétting á höfuðstól lána þorra landsmanna sem hækkað hefur og mun hækka rosalega á næstu vikum og mánuðum. Ekkert var nefnt sem stuðlað gæti að því að tryggja fólki atvinnu í landinu og hvað þá að gefa því von um að halda í þær eignir sem það hefur unnið fyrir alla sína æfi.
Ingibjörg stóð frami fyrir íslensku þjóðinni í gær og sagði að verðbólga og ennfrekari gengislækkun krónunnar væri væntanleg á næstu vikum og mánuðum. Hún sagði ennfremur og það án þess að blikna að ekki væri mögulegt að afnema vísitöluna þó ekki væri nema tímabundið. Rökin sem hún færði fyrir því þóttu mér í meiralagi léttvæg og enganvegin sannfærandi. Hún boðaði ennfrekari hækkun á stírivöxtum með tilheyrandi vandamálum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Í raun held ég að þessari ríkisstjórn sé allveg fjandanssama um hag fólksins í landinu og hafi í raun gefist upp við að koma því til hjálpar.
Því held ég að þessi ríkisstjórn ætti að víkja og það strax því landið er hvort sem er stjórnlaust.
Upp með vöndinn og flengjum ríkisstjórnina.
Ísland á dagskrá IMF á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Hilmar Heiðar Eiríksson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.